Saumaskapur

Ég hanna og sauma undir merkinu HandS, mér finnst það passa vel – maðurinn minn heitir Héðinn – þannig að saman erum við Héðinn og Sigga – HandS. Svo þýðir þetta líka „hendur“ og ég vinn með höndunum….ég hef líka lengi verið hrifin af fiðrildum, það er eitthvað við þetta ferli fiðrildisins, að breytast úr misfallegri púbu sem liggur einhvers staða föst, í undurfagurt fiðrildi sem flögrar þangað sem það vill. Ég er ennþá að ákveða hvernig ég vil haga þessu; miði eða fiðrildi…eða kannski bara bæði miði og fiðrildi… Mér finnst þetta nafn bara alveg rakið fyrir hönnunina mína 🙂 

Oft verða flíkurnar mínar þannig til að ég er að sauma eða prjóna eitthvað sem mér finnst flott….en langar að hafa það öðruvísi. Stundum er það líka þannig að ég sé einhverja flík og finnst hún ekki henta á einhvern hátt – þá breyti ég henni. Svona vinnu kalla ég kannski ekki hönnun…veit ekki hvað ykkur finnst. Mér finnst þetta meira vera breyting á hönnun annarra 🙂

Þessi kjóll varð t.d. til við það að ég keypti skósítt pils á markaði. Þegar ég kom heim lagði ég það frá mér því ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við þetta. Eina sem ég vissi var að ég myndi taka pilsið í sundur og nota efnið í eitthvað annað. Eftir nokkra daga datt þessi kjóll inn í kollinn á mér.

Svo gerist það stundum að ég fæ alvöru hugmynd og flík verður til – eins og með tvöfalda kjólinn. Þá var ég að vesenast með efni sem ég átti frekar mikið af, sérstakur litur sem hentaði kannski ekki í heila flík… Þetta varð útkoman

Gunnhildur besta vinkona mín fær oft góðar hugmyndir, við vinnum vel saman því henni finnst leiðinlegt að sauma en er svakalega hugmyndarík. Þessi kemur frá bol sem hún mátaði í fataverslun í Leeds fyrir 4 árum síðan. Hann er doldið töff svona asymmetrískur, þ.e. önnur ermin er víð en hin þröng. Ég síkkaði svo mína útgáfu af bolnum, setti á hann stroff, bæði á ermum og að neðan.

Svo er það nú bara yfirleitt þannig að mig langar í flík og dútla með hana þangað til ég verð ánægð. Þessa nota ég mikið, bjó til snið sem ég geymi – hef selt alveg slatta af flíkum í þessu sniði, bæði með og án kraga og stroffs að neðan – saumaðar úr alls konar efnum, bæði þunnum og þykkum, teygjanlegum og án teygju, alltaf jafn flottar 🙂

Takk fyrir innlitið ❤

Ein athugasemd á “Saumaskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s