Prjón og hekl

Ég er lopapeysuprjónari…eða sko, byrjaði að prjóna úr lopa fyrir mörgum árum þegar ég fór að hafa aðeins of mikinn tíma 🙂 Held að lopinn hafi orðið fyrir valinu því hann var einfaldlega ódýrasta garnið og ég var tiltölulega fljót að klára peysuna…þið munið, ég er Hrútur og þurfti að vera fljót að hlutunum 😉

Ég tók þetta alveg alla leið, prjónaði fyrir Handprjónasamband Íslands í nokkur ár en þegar ég uppgötvaði saumaskapinn, þá hætti ég því en hélt áfram að prjóna fyrir mig. Það hentaði svo mikið vel að geta prjónað, kroppurinn minn stoppaði mig reglulega af í allri iðju og þá var mjög mikilvægt fyrir sálina að geta setið/hálflegið og prjónað yfir sjónvarpinu.

Þær eru nú komnar allnokkrar lopaeysurnar gegnum árin og smám saman hef ég verið að dunda mér við aðrar tegundir af garni. Læt reyna á þolinmæðina með því að velja fínna garn og fínni prjóna, það reynir á Hrútinn en er óskaplega þroskandi 🙂

Hér er ein uppskrift að ermum úr Létt lopa með skrautþræði og mynstri

Hér er önnur uppskrift að ermum úr tvenns konar lopa

Takk fyrir innlitið ❤