
Mér finnst óskaplega gaman að læra nýja hluti og þegar ég datt niður á fjarnám í tískuhönnun þá stökk ég til. Námskeiðið er haldið af http://newskillsacademy.com og þar er hægt að læra alls konar skemmtilegt fyrir frekar lítinn pening.
Þetta gaf mér innblástur í þessa síðu, hérna langar mig að setja inn alls konar fróðleik varðandi tísku, hönnun og annað sem mér þykir fróðlegt og skemmtilegt.
Ég vona að þú fáir skemmtilega upplifun hér inni 🙂